Enski boltinn

Fær Dembele tíu leikja bann?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Costa heldur um andlitið eftir að Moussa Dembele potaði í auga hans.
Costa heldur um andlitið eftir að Moussa Dembele potaði í auga hans. Vísir/Getty
Enska götublaðið The Sun heldur því fram í dag að til greina komi að dæma Moussa Dembele í tíu leikja bann fyrir að pota í auga Diego Costa í leik Tottenham og Chelsea á mánudagskvöld.

Samkvæmt fréttinni er nú verið að íhga hvort að setja eigi brotið í sama flokk og þegar Luis Suarez beit Branislav Ivanovic árið 2013. Suarez, sem var þá leikmaður Liverpool, fékk tíu leikja bann fyrir það.

Mark Clattenburg, dómari leiksins á mánudag, sá ekki atvikið og því getur aganefnd enska knattspyrnusambandsins dæmt í málinu út frá sjónvarpsupptökum.

Dembele, sem er belgískur landsliðsmaður, gæti því misst af stórum hluta næsta tímabilsins ef bannið verður að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×