Innlent

Fær biðlaun sem ráðherra í hálft ár

Fá Biðlaun Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður hennar, njóta biðlauna. Fréttablaðið/Vilhelm
Fá Biðlaun Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður hennar, njóta biðlauna. Fréttablaðið/Vilhelm
Stjórnmál Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, er ekki á launum frá Alþingi meðan hún er í leyfi. Þetta staðfestir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hanna Birna óskaði eftir leyfi frá þingstörfum af persónulegum ástæðum, án þingfararkaups, 4. desember. Hún kveðst ekki munu snúa aftur á þing fyrr en í mars og er ástæða fjarvistar hennar því óbreytt hjá Alþingi. Hanna Birna þiggur þó biðlaun í sex mánuði frá innanríkisráðuneytinu. Í skriflegu svari Jóhannesar Tómassonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, hefur ráðherra, samkvæmt lögum um þingfararkaup alþingismanna, sem starfað hefur í eitt ár eða lengur sem slíkur rétt á sex mánaða biðlaunum. Laun fyrir önnur störf á eru dregin frá biðlaunum. Þórey Vilhjálmsdóttir, sem lét af störfum sem aðstoðarmaður Hönnu Birnu þegar hún sagði af sér, fær biðlaun í þrjá mánuði. - fbj


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×