FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 23:30

David Bowie sigurvegari Brit-verđlaunahátíđarinnar

LÍFIĐ

Fćr Beckham hjálp frá eigendum PSG?

 
Fótbolti
07:15 16. FEBRÚAR 2016
David Beckham varđ franskur meistari međ PSG.
David Beckham varđ franskur meistari međ PSG. VÍSIR/GETTY

David Beckham hefur verið að leita sér að fjárhagslegri hjálp til að stofnsetja nýtt knattspyrnufélag í Miami í Bandaríkjunum og sú hjálp gæti komið frá gömlum vinnuveitendum.

Stærsti eigandi franska stórliðsins Paris Saint Germain er í viðræðum um að kaupa hlut í félagi David Beckham sem mun hefja keppni í MLS-atvinnumannadeildinni í Bandaríkjunum innan fárra ára.

BBC segir frá þessu en í fréttinni kemur fram að fulltrúar Qatar Sports Investment séu í hópi margra aðila sem hafi áhuga á að setja peninga inn í verkefni Beckham.

David Beckham endaði atvinnumannaferil sinn hjá Paris Saint Germain 2013 en hann lék á sínum tíma með Manchester United, Real Madrid, Los Angeles Galaxy og AC Milan.

Beckham fer fyrir Miami Beckham United sem er heiti samstarfsverkefni hans og þeirra sem hafa fjárfest í verkefninu. Beckham mun alltaf vera áberandi í rekstri félagsins þó að hann selji hluta þess til Katar eða annarra fjárfesta.

David Beckham hefur góð tengsl til Katar og var meðal einn af þeim sem varði þá ákvörðun að HM 2022 fari fram í landinu.  Það þykir auka líkurnar á að hann selji hluta félagsins þangað.

Í yfirlýsingu frá Miami Beckham United kemur meðal annars fram að David Beckham sé ásamt samtarfsmönnum sínum Simon Fuller og Marcelo Claure að meta möguleika í því að koma með meiri fjármuni og meiri alþjóðlega þekkingu inn í félagið með það markmið að draga að leikmenn, starfsmenn og stuðningsmenn.

Miami er líka enn að leita að heppilegum stað fyrir framtíðarleikvang félagsins í Miami og koma þrír staðir til greina. Einn staður er í opinberri eigu en hinir tveir staðirnir eru í eigu einstaklinga.


David Becham.
David Becham. VÍSIR/GETTY


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Fćr Beckham hjálp frá eigendum PSG?
Fara efst