Innlent

Fær bætur vegna gæsluvarðhalds

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi árásarinnar í nóvember 2011.
Frá vettvangi árásarinnar í nóvember 2011. Vísir/Egill
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða karlmanni skaðabætur upp á 1,5 milljón króna vegna gæsluvarðhalds sem hann sat í, grunaður um aðild að skotárás.

Skotárásin var við Tangarhöfða í Reykjavík um miðjan nóvember 2011 og var maðurinn handtekinn þann 7. desember sama ár. Hann sat í gæsluvarðhaldi til 22. mars 2012 en þá sýknaði héraðsdómur manninn af aðild að skotárásinni.

Maðurinn fór því fram á skaðabætur fyrir að hafa setið að ósekju í gæsluvarðhaldi frá 8. desember 2011 til 22. mars.

Héraðsdómur dæmdi manninum hins vegar aðeins bætur fyrir tímabilið 5. mars-22. mars 2012 þar sem hann hafði ekki grein satt og rétt frá í yfirheyrslum þar til hann gaf vitnisburð fyrir dómi þann 5. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×