Enski boltinn

Fær 900 milljón króna bónus ef Leicester verður meistari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ranieri stefnir að því að hlæja alla leið í bankann.
Ranieri stefnir að því að hlæja alla leið í bankann. vísir/getty
Claudio Ranieri, stjóri Leicester, þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af peningum fyrir sig og sína næstu árin ef Leicester verður enskur meistari.

Hann fær nefnilega 900 milljón króna bónus takist Leicester að landa enska meistaratitlinum. Er þessi klásúla var sett í samninginn höfðu eigendur Leicester líklega litlar áhyggjur af því að þeir þyrftu að reiða fram þessa upphæð.

Þetta er þó ekki eini bónusinn sem Ranieri fær því í samningi hans er önnur klásúla um að hann fái 18 milljónir króna fyrir hvert sæti ofar en 18. sæti.

Hann fær því aukalega 300 milljónir þarna. Ranieri verður því 1,2 milljörðum ríkari ef Leicester City verður Englandsmeistari.

Skal því engan undra að hann brosi breitt þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×