Erlent

Fækka fötum fyrir Ísraelsher

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Haus Facebook-síðunnar
Haus Facebook-síðunnar MYND/SKJÁSKOT
Hershöfðingjar hafa löngum kljáðst við að viðhalda baráttuþreki liðsmanna sinna og ísraelskir liðþjálfar eru þar engin undantekning. Þeim barst þó aðstoð úr óhefðbundinni átt á dögunum þegar stofnuð var Facebook-síða sem ætlað er að bæta liðsandann í ísraelsku herbúðunum.

Síðan, sem ber yfirskriftina „Til stuðnings IDF – Vörnunum viðhaldið“, var búin til í gær og hefur nú þegar fengið rúmlega 9000 fylgjendur en markmið hennar er að gera léttklæddum konum kleift að senda ísraelsku hersveitunum baráttukveðjur.

Tylftir kvenna hafa nú sent síðunni myndir af sér á nærfötunum einum saman og oftar en ekki hafa þær skrifað hvatningarorð til hermannanna á líkama sinn.

Eigandi síðunnar, Gavriel Beyo, segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að „einlægar áhyggjur hans af dvínandi baráttuanda hermannanna“ hafi leitt hann út á þessa frumlegu braut.

„Við í Ísrael búum að tveimur hlutum sem enginn annar getur keppt við, ísraelska hugarfarinu og fallegustu konum í heiminum,“ útskýrði Beyo á Facebook

„Við erum líka með hermenn á vígstöðvunum – svo af hverju ekki að sameina þetta tvennt,“ bætti hann við. Beyo segist hafa fengið góð viðbrögð við síðunni og að margir hermenn hafi þakkað honum persónulega fyrir að koma henni á laggirnar.

Hér má líta eina af sómasamlegri myndunum sem ratað hafa á síðuna á undanförnum dögum.

Tengdar fréttir

Ban Ki-Moon vill tafarlaust vopnahlé á Gaza

Ban Ki-Moon segist syrgja með Palestínumönnum vegna mikils mannsfalls og fjölda særðra á Gaza en hann skilji líka ótta Ísraelsmanna og styðji þeirra til að verja sig.

Belgískt kaffihús bannar gyðinga

Andúð á gyðingum hefur fengið byr undir báða vængi í kjölfar átakana fyrir botni Miðjarðarhafs. Utanríkisráðherrar Evrópu hafa fordæmt harðlega það gyðingahatur sem hefur birst í orðum og gjörðum stuðningsmanna Palestínu

Átökin sjást úr geimnum

Sjötti dagurinn í landhernaði Ísraela virðist hafa verið sá skæðasti ef marka má mynd sem tekin er úr alþjóðlegu geimstöðinni.

Þrýstingur eykst um að friður komist á

Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×