Lífið

Fæddist með alvarlegan fæðingargalla: Lætur ekkert stöðva sig og stefnir á heimsfrægð sem förðunarbloggari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marimar Quiroa er 21 árs og mjög vinsæl á YouTube.
Marimar Quiroa er 21 árs og mjög vinsæl á YouTube.
Það þekkja það eflaust margir að á unglingsaldri fer mikill tími í það að fela bólur með förðun og öðrum brögðum.

Marimar Quiroa heldur úti svokölluðu Vlog eða video-bloggi og er hún einnig gríðarlega vinsæl á Instgram. Hún fæddist með fæðingargalla sem sést vel á andliti hennar, en það hefur ekki stoppað hana að gerast förðunarbloggari.

Quiroa þarf að anda í gegnum gat á hálsinu og getur aðeins tjáð sig með táknmáli.

Fyrir tveimur árum byrjaði hún með sína eigin YouTube rás þar sem hana langaði að deila áhuga sínum á förðunarvörum og hjálpa öðrum að sjá hið einstaka í sjálfum sér.

Í dag hefur Quiroa 224.000 fylgjendur og rúmlega fimmtán milljónir áhorfa.

„Fyrir mér, þýðir fegurð í raun að maður á að sætta sig við sjálfan sig eins og maður er, og algjörlega hunsa hvað aðrir eru að segja um þig,“ segir þessi hugrakka kona.

„Það sem ég elska í tengslum við förðun er að skapa nýtt útlit, og þá sérstaklega í kringum augun. Ég vil geta sýnt öðrum að fólk getur alltaf verið fallegt, sama hvað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×