Fótbolti

Faðir Messi á leiðinni í steininn | Messi sýknaður

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Messi í leik með Barcelona á þessu tímabili.
Messi í leik með Barcelona á þessu tímabili. Vísir/Getty
Saksóknarar á Spáni hafa ákveðið að sýkna Lionel Messi af kæru um skattsvik en honum og faðir hans var gert að sök að hafa svikið 4 milljónir evra undan skatti.

Er Messi því laus allra mála en ákveðið var að halda áfram rannsókn á máli föður hans en hann gæti átt von á 18 mánaða fangelsisvist ásamt því að þurfa að greiða 2 milljónir evra.

Voru feðgarnir sakaðir um að hafa svikist undan skatti á tveggja ára tímabili en Jorge Messi notaði fyrirtæki í Úrúgvæ og Belize til að fela fjárhæðirnar sem Messi fékk fyrir auglýsingar.

Samþykktu feðgarnir að greiða 5 milljónir evra í sekt á síðasta ári en krafist var þess að málið færi fyrir dómstóla á Spáni.

Lögmenn Messi greindu frá því að hann hefði aldrei skipt sér af fjármálum sínum, hann leyfði umboðsmanni sínum og faðir sínum að sjá um málin en um er að ræða styrktarsamninga frá Banco Sabadell, Danone, Adidas, Pepsi, Procter og Gamble.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×