Erlent

Faðir IS-böðuls viðurkennir aðild að hryðjuverkum í Keníu og Tansaníu

Atli Ísleifsson skrifar
244 létust og rúmlega fimm þúsund manns særðust í hryðjuverkaárásunum á bandarísku sendiráðin í Nairobi og Tansaníu árið 1998.
244 létust og rúmlega fimm þúsund manns særðust í hryðjuverkaárásunum á bandarísku sendiráðin í Nairobi og Tansaníu árið 1998. Vísir/AFP
Egyptinn Adel Abdul Bary hefur viðurkennt þátt sinn í hryðjuverkaárásunum á sendiráð Bandaríkjanna í Kaníu og Tansaníu árið 1998.

Bary er faðir bresks manns sem liggur undir grun um að vera böðullinn í þeim myndböndum sem hryðjuverkasamtökin IS hafa birt á netinu og sýna hann afhöfða bandarísku fréttamennina James Foley og Steven Sotloff í Sýrlandi.

Bresk yfirvöld framseldu Bary til Bandaríkjanna árið 2012 og hefur hann nú viðurkennt aðild sína að árásunum. Í frétt BBC segir að hann gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi, en hann hefur þegar setið inni í breskum og bandarískum fangelsum í sextán ár.

Á sínum tíma stjórnaði Bary Lundúnadeild egypskra hryðjuverkasamtaka sem núverandi al-Qaeda-leiðtoginn Ayman al-Zawahiri leiddi.

244 létust og rúmlega fimm þúsund manns særðust í hryðjuverkaárásunum á bandarísku sendiráðin í Nairobi og Tansaníu árið 1998.


Tengdar fréttir

Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley

Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna.

Obama fordæmir morðið á Foley

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina.

Leit hafin að „Svarta bítlinum“

Maður sem var áður haldið í gíslingu í Sýrlandi segir böðulinn vera vel menntaðan Breta sem hafi gengið undir nafninu „John“.

Morðingjar Foleys kröfðust 132 milljóna dollara lausnargjalds

Vinnuveitandi bandaríska blaðamannsins James Foleys hefur upplýst að samtökin hafi krafist 132 milljóna dollara lausnargjalds fyrir Foley á síðasta ári. Fyrirtækið tók lausnargjaldskröfuna ekki alvarlega sökum þess hversu há hún var.

„Ég er kominn aftur Obama“

Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins.

Tiger búinn að reka þjálfara sinn

Atvinnukylfingurinn Tiger Woods hefur ákveðið að skipta um þjálfara en hann tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að samstarfi hans og Sean Foley væri á enda.

IS birtir myndband af aftöku Sotloffs

IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári.

Skilaboðin eru skýr

Samtökin Íslamskt ríki hóta að taka annan bandarískan blaðamann af lífi láti Bandaríkjamenn ekki af loftárásum sínum á Írak. Forsætisráðherra Breta segir nauðsynlegt að leita allra leiða til að stöðva samlanda sína í því að ganga til liðs við hin grimmilegu samtök.

Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff.

Bandaríkjaher reyndi að bjarga Foley

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, heimilaði í síðustu viku sérstakar aðgerðir til að frelsa bandaríska gísla í haldi samtakanna Íslamskt ríki í Írak, eftir að upplýsingar lágu fyrir um þeir væru í hættu. Aðgerðirnar mistókust þar sem ekki tókst að staðsetja gíslana




Fleiri fréttir

Sjá meira


×