Erlent

Facebook tekur púlsinn á kjósendum í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Facebook kannaði nýverið hvað repúblikarnar annars vegar og demókratar hinsvegar hafa líkað við á Facebook. Þannig vill fyrirtækið taka þátt í kosningafárinu sem fer nú um Bandaríkin. Meðal annars bar Facebook saman hvar fylkingarnar tvær vilja helst fara í frí, hvaða bækur væru vinsælastar, sjónvarpsþættir og tónlistarmenn.

Sé litið til sjónvarpsþátta sést að repúblikönum líkar vel við þættina Duck Dynasty á meðan spjallþáttur Rachel Maddow virðist falla í kramið hjá demókrötum.Annars virðist áhorf vera svipað á milli fylkinga.

Bókin Heaven is for real eða Himnaríki er raunverulegt, situr efst á lista repúblikana á meðan The Great Gatsby er efst á lista demókrata.

Þegar niðurstöðurnar fyrir tónlistina er skoðuð sést töluverð skipting á milli tónlistarstefna. Country tónlistin er sú sem repúblikanar virðast kunna mest að meta. Bítlarnir eru þó efstir hjá demókrötum ásamt tónlistarmönnum eins og Lady Gaga, Michael Jackson, Bob Marley og Pink Floyd.

Jersey Shore er sá staður sem meðlimir beggja fylkinga virðast tilbúnir til að heimsækja. Efst á lista demókrata er Empire State byggingin en hjá repúblikönum er George Washington minnisvarðinn við Vernon fjall vinsælastur.

Mynd/Facebook
Mynd/Facebook
Mynd/Facebook



Fleiri fréttir

Sjá meira


×