Viðskipti erlent

Facebook stefnt vegna persónunjósna

ingvar haraldsson skrifar
Facebook er sakað um brot á friðhelgi einkalífsins.
Facebook er sakað um brot á friðhelgi einkalífsins. vísir/valli
25 þúsund manna hópur í Austurríki hefur stefnt Facebook vegna brota á lögum Evrópusambandsins um friðhelgi einkalífsins og þátttöku í Prism, njósnaforriti Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA. The Guardian greinir frá.

Stefnan var lögð fram á þriðjudag af Max Schrems, 27 austurískum lögfræðingi og baráttumanni fyrir friðhelgi einkalífsins.

Allir sem eiga aðild að lögsókninni fara fram á sömu bæturnar, 500 evrur eða um 73 þúsund íslenskar krónur. Þá hafa 55 þúsund manns til viðbótar heitið því að taka þátt í lögsókninni á seinni stigum málsins.

Sjá einnig: Snowden segir Bandaríkin safna nektarmyndum sem þú sendir

„Við erum í raun að biðja Facebook um að hætta fjöldaeftirliti, setja upp alvöru persónuverndarstefnu sem fólk skilur, en einnig að hætta að safna gögnum um fólk sem er ekki einu sinni á Facebook,“ segir Schrems.

Lögsókninni er beint að höfuðstöðvum Facebook í Evrópu sem staðsettar eru í Dublin en þar eru allir notendur Facebook sem ekki eru í Bandaríkjunum og Kanada skráðir.


Tengdar fréttir

Evrópa vs. Facebook

Baráttan um gögnin okkar stendur nú sem hæst. Lögmenn segja núverandi regluverk um meðferð persónuupplýsinga ónýtt en spurningin er hvort það skipti máli þegar milljarðar eru í húfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×