Viðskipti erlent

Facebook semur við BuzzFeed og Vox

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Facebook er sagt hafa tvenns konar myndbandaframleiðslu í burðarliðnum.
Facebook er sagt hafa tvenns konar myndbandaframleiðslu í burðarliðnum. Vísir/AFP
Samfélagsmiðillinn Facebook hefur samið við netmiðlana Vox Media, BuzzFeed, ATTN og Group Nine Media og fleiri um að standa að gerð netþáttaraða fyrir væntanlega myndbandaveitu samfélagsmiðilsins. Miðlarnir sem Facebook hefur samið við sérhæfa sig flestir í framleiðslu á efni fyrir yngri kynslóðir internetnotenda. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmönnum sínum.

Facebook er sagt hafa tvenns konar myndbandaframleiðslu í burðarliðnum, annars vegar skrifaða 20-30 mínútna þætti, sem Facebook mun eiga, og hins vegar styttri þætti, um 5-10 mínútur, sem ekki þurfa endilega að byggjast á handriti. Facebook mun ekki hafa höfundarrétt á þeim síðarnefndu.

Þetta nýjasta útspil Facebook, sem tilkynnt var um á síðasta ári, er sagt liður í því að trekkja að auglýsendur og keppa þannig við miðla á borð við YouTube og Snapchat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×