Viðskipti erlent

Facebook kynnir nýtt tól sem notað er til að láta vini vita af nýjum stöðuuppfærslum

Birgir Olgeirsson skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Vísir/EPA
Samfélagsmiðillinn Facebook er með nýtt tól í prófunum hjá sér sem er ætlað að gera notendum miðilsins mögulegt að láta vini sína vita af færslum. Á vef Independent er þetta sagt eiga að koma í stað fyrir hefðbundnar leiðir sem notendur hafa hingað til notast við til að láta vita af færslum. Í dag tíðkast það hjá mörgum að merkja nöfn vina sinna í stöðuuppfærslum eða í athugasemdum við einhverja færslu.

Vonast Facebook til þess að notendur geti nýtt sér þetta nýja tól þannig að þeir þurfi ekki að benda vinum sínum á færslur á Facebook á jafn áberandi hátt.

Er Facebook sagt vonast til að þetta tilkynningatól verði þess valdandi að notendur muni eiga í samræðum í athugasemdum við stöðuuppfærslur í stað þess að þar séu einungis fjöldi nafna sem er búið að merkja til að láta viðkomandi vita. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×