Facebook hermir eftir Snapchat ß nř

 
Vi­skipti erlent
07:00 10. MARS 2017
Mark Zuckerberg, framkvŠmdastjˇri Facebook.
Mark Zuckerberg, framkvŠmdastjˇri Facebook. V═SIR/EPA

Facebook opnaði í gær fyrir nýja viðbót við Messenger-skilaboðaforrit sitt. Viðbótin nefnist Messenger Day og svipar mjög til My Story-fídussins á Snapchat.

Með Messenger Day munu notendur þannig geta bætt við myndum og myndböndum yfir daginn sem eyðast eftir sólarhring. Hægt er að velja að deila efninu með ákveðnum eða jafnvel öllum vinum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook hermir eftir Snapchat. Í ágúst síðastliðnum var boðið upp á fídusinn Stories í ljósmyndaforriti Facebook, Instagram, og í febrúar fyrir ári var slíkt hið sama gert með skilaboðaforritið WhatsApp. Sú viðbót nefndist Status.

Sjálfur tjáði Mark Zuckerberg, eigandi Facebook, sig um þessa nýju áherslu á ljósmyndir í símtali með greiningaraðilum í nóvember. Sagðist hann hafa trú á því að myndavélin yrði það tæki sem helst yrði notað til að deila upplifun með vinum í framtíðinni. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Vi­skipti / Vi­skipti erlent / Facebook hermir eftir Snapchat ß nř
Fara efst