Innlent

Facebook fundar með fulltrúum SAFT-verkefnisins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fulltrúar SAFT verkefnisins áttu fund með fulltrúa Facebook í höfuðstöðvum Heimilis og skóla
Fulltrúar SAFT verkefnisins áttu fund með fulltrúa Facebook í höfuðstöðvum Heimilis og skóla Mynd/Heimili og skóli.
Christine Grahn, framkvæmdastjóri opinberrar stefnu Facebook á Norðurlöndunum, fundaði í dag með fulltrúum SAFT verkefnisins í höfuðstöðvum Heimilis og skóla. Markmiðið með fundinum var að kynnast því forvarnarstarfi sem unnið er í netöryggismálum á Íslandi.

SAFT stendur fyrir samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi og er verkefnið nú hluti af netöryggishluta samgönguáætlunar Evrópusambandsins og er styrkt af ESB og íslenskum stjórnvöldum.

Í tilkynningu frá Heimili og skóla segir að Facebook hafi áhuga á að kynnast því forvarnarstarfi sem unnið er í netöryggismálum á Íslandi og einnig að heyra hverjar eru helstu áskoranir þegar kemur að öryggi á netinu og á Facebook.

Fulltrúar þeirra aðila sem vinna saman að SAFT verkefninu sögðu á fundinum frá sínu starfi og ræddu helstu áskoranir en SAFT verkefnið samanstendur af forvarnarhluta, hjálparlínu og neyðarlínu.

Christine sagði frá starfi Facebook og stefnu og þeim möguleikum sem í boði eru þegar kemur að notkun miðilsins, auknu öryggi og betri upplifun, en ýmsar nýjungar eru nú í boði.

SAFT verkefnið hefur nú þegar tengilið hjá Facebook sem tekur við ábendingum og athugasemdum frá SAFT en fundurinn í dag treysti enn frekar undirstöður þeirrar samvinnu auk þess sem ræddar voru leiðir í hvernig Facebook getur stutt við starf verkefna á borð við SAFT og sýnt þannig samfélagslega ábyrgð segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×