FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Íslenskar íţróttir öđlast nýtt líf

SPORT

Fabian Gomez sigrađi á Sony Open eftir ótrúlegan lokahring

 
Golf
16:45 18. JANÚAR 2016
Gomez ásamt dóttur sinni og kylfusveini ţegar ađ sigurinn var ljós.
Gomez ásamt dóttur sinni og kylfusveini ţegar ađ sigurinn var ljós. GETTY

Argentínumaðurinn Fabian Gomez sigraði á Sony Open sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á innan við ári.

Gomez var fjórum höggum á eftir efstu mönnum fyrir lokahringinn en hann lék magnað golf í hitanum á Hawaii í gær og kom inn á 62 höggum eða átta undir pari.

Hann fékk alls tíu fugla á lokahringnum sem komu honum í bráðabana á móti Brandt Snedeker sem hafði verið í forystunni nánast allt mótið en þar hafði Gomez betur eftir að hafa fengið enn einn fuglinn á 18. holuna á Waialae vellinum.

Bandaríkjamaðurinn ungi, Zac Blair, endaði einn í þriðja sæti á 19 undir pari samtals, einu á eftir Snedeker og Gomez en hann missti stutt pútt á lokaholunni til að komast í bráðabanan.

Fyrir sigurinn fékk Gomez rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé ásamt mögulegu sæti á ólympíuleikunum í Ríó í sumar fyrir hönd Argentínu.

Næsta stóra mót í golfheiminum fer fram um næstu helgi en þá munu Jordan Spieth, Rory McIlroy og fleiri sterkir kylfingar berjast um Abu Dhabi meistaratitilinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Fabian Gomez sigrađi á Sony Open eftir ótrúlegan lokahring
Fara efst