Fótbolti

Fá vopnaða lögreglufylgd á völlinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spurning hvort þessi stuðningsmaður United fari til Tyrklands?
Spurning hvort þessi stuðningsmaður United fari til Tyrklands? vísir/getty
Tyrknesk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af ólátum áhorfenda fyrir leik Fenerbahce og Man. Utd á fimmtudag og ætla að gera allt til að koma í veg fyrir áflog.

Stuðningsmenn United munu fá vopnaða lögreglufylgd á völlinn og af honum aftur. Man. Utd hefur skrifað bréf til allra stuðningsmanna sem fara til Tyrklands og varað þá við hættunum.

Stuðningsmenn United hafa einnig verið beðnir um að sleppa því að nota almenningssamgöngur og halda sig sem fjærst stuðningsmönnum Fenerbahce.

Það hafa oft verið læti þegar ensk lið koma til Tyrklands. Eric Cantona og Bryan Robson fengu báðir flöskur í höfuðið er United spilaði gegn Galatasaray í Tyrklandi árið 1993.

Tveir stuðningsmenn Leeds voru stungnir til bana árið 2000 og því er skiljanlegt að yfirvöld hafi áhyggjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×