Viðskipti innlent

Fá tugþúsundir norskra tækja

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Gamlir farsímar.
Gamlir farsímar.
Fyrirtækið Græn framtíð, sem sérhæfir sig í endurnýtingu á raftækjum, hefur samið við tryggingafélagið Mondux um einkarétt á endurnýtingu á öllum farsímum, spjald- og fartölvum sem félagið fær vegna tjóna.

Mondux er með stærstu tryggingafélögum á Norðurlöndum með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Samkvæmt upplýsingum frá Grænni framtíð hafði áður verið samið um endurnýtingu frá Danmörku en nú hafi Noregur bæst við, en þaðan komi á hverju ári tugþúsundir tækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×