Innlent

Fá skip á sjó og nánast engir smábátar

Samúel Karl Ólason skrifar
Búist er við stormi á flestum miðum í dag.
Búist er við stormi á flestum miðum í dag. V'isir/Stefán
Fá skip eru á sjó í dag og nánast engir smábátar. Samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga eru eingöngu stærri fiskiskip og flutningaskip á sjó í dag. Búist er við stormi á flestum miðum í dag.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er nánar tiltekið búist við stormi á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Norðvesturmiðum, Norðausturmiðum, Austurmiðum, Austfjarðamiðum, Suðausturmiðum, Vesturdjúpi, Grænlandssundi, Norðurdjúpi, Austurdjúpi, Færeyjardjúpi, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi.

Sjá má gagnvirkt kort sem sýnir skip á sjó hér á vef Marinetraffic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×