Innlent

Fá fræðslu um dýrin í garðinum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessi börn sækja námskeið Húsdýragarðsins og læra að umgangast dýrin í garðinum.
Þessi börn sækja námskeið Húsdýragarðsins og læra að umgangast dýrin í garðinum. vísir/vilhelm
„Það hefur gengið rosalega vel hingað til,“ segir Esther Viktoría Ragnarsdóttir, verkstjóri yfir námskeiðsdeild í Húsdýragarðinum, um sumarnámskeið sem haldin eru þessa dagana fyrir börn á aldrinum tíu til tólf ára.

Börnin eru mikið með dýrum garðsins á námskeiðinu. Þau fóðra þau og þrífa og fræðast um þau um leið.

Esther segir síðasta dag námskeiðsins síðan vera til að leika sér. Þá fá börnin dagpassa í garðinn og geta leikið sér í tækjunum sem þar má finna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×