Innlent

Fá allt að 137 þúsund á mánuði

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Opinber hlutafélög eru níu talsins.
Opinber hlutafélög eru níu talsins. Fréttablaðið/Daníel
Fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram skriflegt svar við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um stjórnir opinberra hlutafélaga á Alþingi síðastliðinn þriðjudag.

Í fyrirspurn Guðlaugs var spurt um fjölda stjórnarmanna í stjórnum opinberra hlutafélaga og hvaða þóknun þeir fengju fyrir stjórnarsetu sína. Í svari fjármálaráðherra kom fram að opinber hlutafélög, sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu ríkisins eða ríkis og sveitarfélags, eru samtals níu. Heildarlaunakostnaður við stjórnarsetu er um það bil 55 milljónir króna árlega.

Hæstu laun sem greidd eru í opinberu hlutafélagi er fyrir stjórnarsetu í Isavia ohf. en þar þiggja aðalmenn 137 þúsund krónur á mánuði og formaður tvöfalda þá upphæð. Lægstu laun fyrir stjórnarsetu greiðir Nýr Landspítali ohf. eða 50 þúsund krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×