Innlent

Fá 1.700 manns í heimsókn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyþór Ívar Jónsson
Eyþór Ívar Jónsson
Háskóli Íslands býst við um 1.700 erlendum gestum á ráðstefnu European Academy of Management (EURAM) sem viðskiptafræðideild HÍ stendur fyrir dagana 19. til 22. júní. Ráðstefna EURAM er ein sú stærsta á sviði viðskiptafræði í Evrópu og stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið á þessu sviði á Íslandi.

Eyþór Ívar Jónsson lektor hefur ásamt samstarfsfólki borið hitann og þungann af undirbúningi ráðstefnunnar en hann hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Aðstandendur ráðstefnunnar áætla að gjaldeyristekjur af svo stórri ráðstefnu geti numið um hálfum milljarði króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×