Viðskipti

Fréttamynd

Síminn varar við vefveiðum

Í tilkynningunni kemur fram að aftur sé kominn póstur á kreik í nafni Símans þar falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum um endurgreiðslu en í tilkynningunni er tekið fram að aðeins mánuður er frá síðustu hrinu þegar slíkir póstar voru sendir út.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækka verðmat á Icelandair Group um fimmtung

Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Icelandair Group um 22 prósent og metur gengi bréfanna á 18,4 krónur á hlut. Það er um 16 prósentum hærra en markaðsgengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. Er fjárfestum þannig ráðlagt að kaupa hlutabréf í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung

Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum

Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu.

Viðskipti innlent
Sjá næstu 25 fréttir