Viðskipti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lending hagkerfisins verður mjúk eftir öran vöxt

Greiningaraðilar spá mjúkri lendingu hagkerfisins eftir öran vöxt síðustu ára. Hrein erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð og Ísland er því lánveitandi til útlanda í fyrsta skipti í langan tíma. Þjóðhagslegur sparnaður er hár og gjaldeyrisforði Seðlabankans er töluvert stærri en fyrir efnahagshrun. Þá er skuldastaða heimilanna mun betri en áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skila sér hraðar í aukinni verðbólgu

Nefnd um ramma peningastefnunnar segir að vegna mæliaðferðar Hagstofunnar hafi snögg verðhækkun á húsnæði leitt til skammtímasveiflna í verðbólgu. Sveiflur á húsnæðisverði skili sér hraðar út í húsnæðisliðinn en sams konar sveiflur í Kanada og Svíþjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvika banki að kaupa GAMMA

Kvika banki hf. og hluthafar GAMMA Capital Management hf., betur þekkt sem GAMMA, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sáttaviðræðurnar fóru út um þúfur

Sáttaviðræður Gamla Byrs og Íslandsbanka fóru út um þúfur. Of mikið ber á milli og telur stjórn Gamla Byrs "óraunsætt“ eins og sakir standa að deilendur nái sáttum. Stjórnin sakar bankann um að reyna að „þreyta“ kröfuhafa Byr

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Georg keypti íbúðir metnar á þrjá milljarða

Georg Gíslason hefur keypt leigufélagið Velli 15 sem á um 180 íbúðir sem metnar eru á um þrjá milljarða í bókum félagsins. Seljendur voru ODT Ráðgjöf, sem er í eigu Ólafs D. Torfasonar, stofnanda Íslandshótela, með 58 prósenta hlut og Íslandshótel með 42 prósenta hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bestu auglýsingapláss RÚV seld í tugmilljóna króna pökkum

Ríkisfjölmiðillinn er sakaður um að einoka auglýsingamarkaðinn í krafti stöðu sinnar og sýningarréttar á HM. Kynning á auglýsingapökkum RÚV sýna að Premium-auglýsingapakkar kostuðu að lágmarki 10 milljónir króna með bindingu um auglýsingar fram yfir HM. Kostnaður RÚV vegna HM áætlaður 220 milljónir.

Viðskipti innlent
Sjá næstu 25 fréttir