Skoðun

Fréttamynd

Að sigra hatrið

Í vikunni kom út samanburðarskýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um hatur og hótanir á netinu. Ísland kemur ekkert sérstaklega vel út í þeim samanburði. Við sem annars erum að sigra heiminn.

Bakþankar

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rússíbanareið í nýja berjamó

Eftir þrjár mislukkaðar tilraunir til að fara í Costco tókst það loksins á þriðjudaginn. Ég er týpan sem bíð í röð og þurfti því tvisvar að taka vinkilbeygju út af bílaplaninu þegar ég mætti og reyndi að skrá mig til leiks. Með spánnýtt plastkort með mynd af mér þaut ég af stað inn í þennan nýja verslunar- og menningarheim. Og þvílík upplifun. Mig langaði aldrei að fara heim.

Bakþankar
Fréttamynd

Faraldur krílanna

Það er skelfilega langvinn og harðsvíruð pest að ganga. Hún leggst bara á stelpur og nú virðist hún enn fremur bara leggjast á stelpur í mínu nærumhverfi. Stelpur á mínum aldri. Vinkonur mínar algjörlega stráfalla. Á hverjum gefnum tímapunkti er bara ein spurning sem gildir: Hver er næst?

Bakþankar
Fréttamynd

Skömmin er okkar

Það er svo gaman að fara á völlinn í Færeyjum. Þar er boðið upp á færeyskan bjór og þar er boðið upp á stemningu. Leikur Færeyja og Sviss á laugardag var svo mikil uppgötvun fyrir okkur félagana að við gátum ekki annað en skammast okkar fyrir hvernig KSÍ og fótboltasamfélagið er að gera hlutina hér á landi.

Bakþankar
Fréttamynd

Allt það sem er bannað?…

Mikið erum við heppin. Við búum í friðsælu ríki þar sem flestir hafa það ágætt. Vissulega höfum við það misgott en hér ríkir a.m.k. friður og ákveðið frelsi auk þess sem grundvallarmannréttindi eru alla jafna virt.

Bakþankar
Fréttamynd

Costco og börnin

Sálfræðingum hefur fjölgað mikið enda kenna þrír háskólar í landinu um furður sálarlífsins. Mikill fengur er að þessu vel menntaða fólki sem er farið að láta að sér kveða á æ fleiri sviðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Merking(arleysi)

Einu sinni, seint um kvöld, sat íslensk kona við árbakka í Hiroshima í Japan. Hún var að fylgjast með börnunum sínum henda steinum í ána. Maðurinn hennar las ferðamannaskilti við laskað hús fyrir aftan þau. Húsið er minnisvarði um fólkið sem dó þegar kjarnorkusprengjan sprakk þar 70 árum áður.

Bakþankar
Fréttamynd

Herramaður úr norðri

Nei, nei, nei, nei. Ef það er ekki maðurinn sem kostaði okkur leikinn,“ sagði starfsmaður í vegabréfaeftirlitinu í Keflavík við mig kvöld eitt í nóvember 2013.

Bakþankar
Fréttamynd

Í faðmi dragdrottninga

Ég er búin að finna mér nýtt athvarf. Í þessu athvarfi er allt kunnuglegt og gott og dreifir huganum. Ég leita þar skjóls ef mér finnst lífið yfirþyrmandi. Þetta athvarf, þetta afdrep höfuðs sem íþyngir mér stundum, er um þessar mundir í semelíusteinaskreyttum faðmi dragdrottninga.

Bakþankar
Fréttamynd

Ráð til að hætta að trumpast

Þegar þér finnst þú hafa horn í síðu einhvers, skýtur jafnan upp kollinum púkaleg hugsun sem leiðir þér fyrir sjónir hvernig hægt er að ná fram hefndum og hvernig þér ber, með stórkallalegum hætti, að koma í veg fyrir að einhver geri þér skráveifu framvegis.

Bakþankar
Fréttamynd

Engin mannréttindi?

Auðvitað þarf ekkert mannréttindasvið hjá Reykjavíkurborg, enda alkunna að sviðið varð til í stjórnarmyndunarviðræðum Dags og félaga. En það kostar um 160 milljónir á ári.

Bakþankar
Fréttamynd

Hryðjuverk

Líkt og flestir fylgdist ég með fréttum af hryðjuverkum nýliðinna daga. Kabúl, Bagdad og Manchester. Börn á tónleikum, fólk að bíða í röð eftir ís eða á leið til vinnu. Um mig fór hrollur.

Bakþankar
Fréttamynd

Bílastæðið í Kauptúni

Á ákveðnu tímabili í mínu lífi var ég ekki viss um að ég ætti nokkurn tíma eftir að eignast börn. Mér fannst tíminn aldrei réttur. Það var alltaf eitthvað sem ég átti eftir að gera fyrst. Fara í heimsreisu, klára námið, kaupa íbúð og finna réttu konuna auðvitað.

Bakþankar
Fréttamynd

Misskilningur

Ég á bernskuminningu þar sem ég sit í gamla Willýsjeppanum hans pabba. Það er móða á rúðunni, bíllinn stendur í vegarkanti, öll fjölskyldan situr stjörf og í útvarpinu glymur bein lýsing á því þegar fyrsti maðurinn stígur fæti á tunglið.

Bakþankar
Fréttamynd

Frelsi einstaklingsins

Búið er að skerða menntun þeirra svo þau koma verr undirbúin inn í háskólana. Búið er að minnka gæði skólaáranna því félagsstarf og tómstundir komast lítt fyrir í sólarhringnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Harmagrátur

Í Heimsljósi Halldórs Laxness er rakin saga Ólafs Kárasonar niðursetnings og skálds. Fyrstu kaflarnir fjalla um ömurlega æsku drengsins að Fæti undir Fótarfæti. Einn af þjáningarbræðrum Ólafs var gamall maður og sveitarómagi, Jósef að nafni.

Bakþankar
Fréttamynd

Fallegt en sorglegt

"Það er fallegt en sorglegt að vera manneskja.“ Þessi orð voru markaðssett sem jólaskraut árið 2013, en eiga að mínu viti við allt árið um kring. Ekki síst þegar atburðir eins og sjálfsmorðssprengjuárásin í Manchester eiga sér stað.

Bakþankar
Fréttamynd

Gamall vinur kvaddur

Súperdósin, stór kók í dós fyrir þá átta sem vita ekki um hvað ræðir, hefur verið í lífi mínu og okkar allra síðan árið 1990 en er nú að kveðja eins og flestir vita.

Bakþankar
Fréttamynd

Forréttindasápukúlan

Mér líður oft eins og ég sé inni í sápukúlu sem er ekki hægt að sprengja. Hún er glær, nema stundum skín sólin akkúrat rétt á hana og það sést að hún er samofin regnboganum. Sápukúlan umlykur húsið mitt og hverfið mitt og teygir sig utan um allan heiminn minn.

Bakþankar
Fréttamynd

Trúfrelsi

Einu sinni var Jesús Kristur á meðal okkar. Fólk sá hann, heyrði rödd hans og varð vitni að gjörðum hans. Einir hrifust en aðrir óttuðust. Svo var hann farinn en áhrif hans jukust.

Bakþankar
Fréttamynd

Brotin stöng

Ef það er eitthvað sem ég elska þá eru það spennandi lokamínútur. Ég var samt enn mest að hugsa um þetta skot í fyrri hálfleik. Hvað kostar eiginlega að kaupa nýja stöng?

Bakþankar
Fréttamynd

Íslandsmót í uppnámi

Æ, þetta var eitthvað misheppnað, fundurinn hjá þingnefndinni með Ólafi. Það var alveg eðlilegt að hann kæmi fyrir nefndina og fengi að gera grein fyrir sínum skoðunum á skýrslu sem Alþingi lét gera, hann reyndist jú meginviðfang skýrslunnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Sjúkir vírusar

Tölvuárásir og vírusar hafa verið mikið í fréttum í þessari viku. Einhverjir snillingar hafa hannað stafræna óværu sem læsir inni öll gögn þeirra sem fyrir henni verða. Allar möppur með hvers kyns skjölum, ljósmyndum og myndböndum læsast inni og síðan er krafist lausnargjalds.

Bakþankar
Sjá næstu 25 fréttir