Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur

Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins.

Menning
Fréttamynd

Ætlar aldrei að setjast í helgan stein

Haukur Halldórsson er 87 ára gamall og nú hefur Street Art Norge ákveðið að halda sérstaka sýningu honum til heiðurs. Á sýningunni getur að líta verk sem Haukur hefur unnið víðs vegar um heiminn í sex áratugi.

Menning
Fréttamynd

Eliza hlaut heiðurs­verð­laun

Ís­lensku hljóð­bóka­verð­launin, Stor­ytel Awards, voru veitt við há­tíð­lega at­höfn í gær. Um er að ræða ár­legan við­burð þar sem hljóð­bóka­unn­endur; út­gef­endur, höfundar, lesara og þýðendur fagna saman út­gáfu vönduðustu hljóð­bóka síðasta árs.

Menning
Fréttamynd

Fyrsta al­þjóð­lega barokkhátíðin í Reykja­vík

Reykjavík Early Music Festival er nafnið á nýrri tónlistarhátíð sem haldin verður í Hörpu í næstu viku dagana 26.-28. mars. Fram munu koma íslenskir og erlendir flytjendur sem sérhæfa sig í upprunaflutningi barokktónlistar. Meðal þeirra sem koma fram er fiðlustjarnan Rachel Podger, sem heldur einnig meistaranámskeið fyrir tónlistarnemendur.

Menning
Fréttamynd

Gerður Kristný hlýtur virt norsk bók­mennta­verð­laun

Norska sendiráðið afhenti í dag Gerði Kristnýju virt bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Alfred Anderson-Ryssts. Gerður hlýtur verðlaunin fyrir þær margvíslegu og stundum óvæntu tengingar á milli Íslendinga og Norðmanna sem hún hefur búið til með skrifum sínum. 

Menning
Fréttamynd

Hjart­næm stund Guðna með Herði og Kára

Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, þótti vænt um að Hörður Áskelsson skyldi hljóta heiðursverðlaun á uppskeruhátíð íslensks tónlistarfólks í Hörpu í gærkvöldi. Þá fannst honum gaman að fá að afhenda Kára Egilssyni viðurkenningu sem bjartasta vonin.

Menning