Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

SR varði Ís­lands­meistara­titilinn

Skautafélag Reykjavíkur, SR, varð í gær, fimmtudag, Íslandsmeistari í íshokkí karla annað árið í röð. Þurfti oddaleik til að útkljá Íslandsmeistaratitilinn að þessu sinni.

Sport


Fréttamynd

Þórsara dreymir um heima­vallar­rétt

Þór Þorlákshöfn lagði botnlið Hamars í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Þórsarar geta enn náð heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Lokatölur í Hveragerði 96-104.

Körfubolti
Fréttamynd

Barcelona ekki í vand­ræðum með Brann

Barcelona lagði Brann 3-1 í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Vann Barcelona einvígið samtals 5-2. Íslenska landsliðskonan Natasha Anasi sat allan tímann á varamannabekk Brann.

Fótbolti
Fréttamynd

Ver­stappen efstur á óska­lista Mercedes: Um­mæli Toto kynda undir sögu­sagnir

Þre­faldi heims­meistari öku­manna, Hollendingurinn Max Ver­stappen, er fyrsti maður á lista hjá Mercedes yfir þá öku­menn sem liðið vill fá til liðs við sig til að fylla upp í skarð Lewis Hamilton á næsta tíma­bili. Um­mæli Toto Wolff, fram­kvæmda­stjóra For­múlu 1 liðs Mercedes um Ver­stappen hafa vakið mikla at­hygli og virkað sem olía á eld orð­róma.

Formúla 1
Fréttamynd

„Verð dæmdur fyrir þetta restina af ævi minni“

Fyrir rétt rúmu ári síðan, á gaml­árs­kvöld árið 2022 var Dana White, for­seti UFC sam­bandsins myndaður vera að slá eigin­konu sína, Anne White, ítrekað utan­undir í veislu á bar í Mexíkó. Í hlað­varps­þætti á vegum ESPN, sem nú hefur verið birtur, gerir hann málið upp.

Sport
Fréttamynd

Segir von á mikil­vægum til­boðum í Albert

Fé­lags­skipta­sér­fræðingurinn Fabrizio Roma­no segir frá því í morgun í færslu á sam­fé­lags­miðlinum X að for­ráða­menn Genoa búist við nokkrum til­boðum frá öðrum fé­lögum í ís­lenska lands­liðs­manninn Albert Guð­munds­son, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með ís­lenska lands­liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Góður árangur í Evrópu dýru verði keyptur fyrir leik­­menn Vals

Karla­lið Vals í hand­bolta er nú einu skrefi frá undan­úr­slitum Evrópu­bikarsins. Karla- og kvenna­lið fé­lagsins hafa gert sig gildandi í Evrópu­keppnum undan­farin tíma­bil en góðum árangri fylgir einnig mikill kostnaður. Hver og einn leik­maður Vals skuld­bindur sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja um­ferð í Evrópu. For­maður hand­knatt­leiks­deildar fé­lagsins vill meiri pening inn í í­þrótta­hreyfinguna til að létta undir með fé­lögunum og leik­mönnum þeirra.

Handbolti
Fréttamynd

Á­kærður og horfir fram á fangelsis­dóm fyrir kossinn ó­um­beðna

Luis Ru­bi­a­­les, fyrr­verandi for­seti spænska knatt­­spyrnu­­sam­bandsins, gæti verið að horfa fram á allt að þrjá­tíu mánaða fangelsis­­dóm eftir að hafa verið á­kærður í tveimur mis­munandi liðum tengdum at­hæfi sínu í kjöl­far sigurs spænska kvenna­lands­liðsins í knatt­­spyrnu á HM á síðasta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Menn fái sér páska­egg númer tvö en ekki tíu

Valur getur með sigri gegn Steaua Búkarest, á laugar­daginn kemur, tryggt sér sæti í undan­úr­slitum Evrópu­bikarsins í hand­bolta. Stór­leikur sem fram fer í N1-höllinni að Hlíðar­enda. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir undir­búning sinna manna með hefð­bundnum hætti fyrir leik. Hann tekur ekki fyrir páska­eggja át sinna manna en segir það betra ef þeir fari í páska­egg númer tvö frekar en tíu.

Handbolti