Fréttir

Fréttamynd

Ofnstöðvun skýrir mengun

Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Geta ekki verið án íþróttahúss

Ef Menntaskólinn að Laugarvatni fær ekki að nýta íþróttahús Háskóla Íslands og sundlaugina að Laugarvatni verður grafið mjög undan framtíð skólans og samfélagsins, segir í bókun sem skólanefnd ML samþykkti fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Segja sameiningu soga þjónustu til Siglufjarðar

Íbúar Ólafsfjarðar eru margir ósáttir við hversu mikið af þjónustu sveitarfélagsins leitar til nágrannanna á Siglufirði. Það veiki Ólafsfjörð en Siglufjörður braggist á móti. Grunnskólinn er nýjasta hitamálið hjá íbúum Fjallabyggðar.

Innlent
Fréttamynd

Vændis- og klámfrí hótel í Reykjavík

Ferðamönnum er boðið vændi á vefsíðum og kynferðisglæpir færast í auknu mæli á hótel og gististaði. Reykjavíkurborg vill bjóða hótelum vottun um að þau séu vændis- og klámfrí.

Innlent
Fréttamynd

Kúabændum fækkar og fækkar

Kúabændum hefur fækkað um tæplega tvö hundruð á síðustu þrettán árum en á sama tíma hafa kýrnar aldrei mjólkað eins mikið. Fjörutíu kúabændur hættu búskap á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið

Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða.

Innlent
Fréttamynd

Skoðað að meta snjóflóðahættu við höfuðborgarsvæðið

Göngumaður var hætt kominn þegar hann lenti í snjóflóði á Esjunni í gær. Veðurstofa skoðar í samstarfi við umhverfisráðuneytið að hefja mat á snjóflóðahættu á fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en bent er á að göngumenn vanmeti oft hættur á Esjunni.

Innlent
Sjá meira