Viðskipti innlent

Eyjólfur til Eikar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eyjólfur Gunnarsson.
Eyjólfur Gunnarsson. mynd/aðsend
Eyjólfur Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útleigu- og rekstrarsviðs hjá Eik fasteignafélagi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik.

Eyjólfur hefur frá árinu 2009 borið ábyrgð á eignaumsýslu fyrir Slitastjórn LBI hf., áður Landsbanki Íslands hf. Eyjólfur hefur séð um ýmis dótturfyrirtæki LBI auk þess að hafa setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja, þar á meðal fasteignafélagsins SMI ehf.

Eyjólfur var framkvæmdastjóri hjá Íslenskum aðalverktökum hf. frá 2001 til 2009 og markaðsstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. frá 1998 til 2001. Eyjólfur lauk námi í viðskiptafræði Cand. Oecon frá Háskóla Íslands árið 1996.

Vilhelm Patrick Bernhöft, sem áður gegndi stöðu hans, hefur látið af störfum.

Eik fasteignafélag er annað stærsta fasteignafélag landsins. Fjöldi eigna félagsins er um 100 sem telja yfir 271 þúsund fermetra. Virði fjárfestingareigna félagsins er um 62 ma.kr. og heildarfjöldi leigutaka er yfir 400.

Helstu eignir Eikar fasteignafélags eru meðal annars Turninn í Kópavogi, Smáratorg, Glerártorg, Nýi Glæsibær, Borgartún 21 og 26, Ármúli 3 og 25-27 og Austurstræti 5, 6, 7 og 17. Stærstu leigutakar félagsins eru Deloitte, Húsasmiðjan, Fasteignir ríkissjóðs, Landsbankinn, Rúmfatalagerinn, Skipti og VÍS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×