Innlent

Eyjólfur ekki sendur utan á morgun

Snærós Sindradóttir skrifar
Elva Christina og sonur hennar Eyjólfur Kristinn Elvuson. Norskir dómstólar hafa dæmt forræðið af Elvu.
Elva Christina og sonur hennar Eyjólfur Kristinn Elvuson. Norskir dómstólar hafa dæmt forræðið af Elvu. vísir/Anton Brink
Eyjólfur Kristinn Elvuson, fimm ára drengur sem er í umsjá barnaverndaryfirvalda í Noregi, verður ekki sendur til Noregs á morgun eins og dómur Hæstaréttar kvað á um.

Samningaviðræður standa enn milli íslenskra barnaverndaryfirvalda og norskra um að drengurinn verði vistaður hér á landi.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að seinagang í málinu megi ekki skrifa á íslensk yfirvöld. Greiða þurfi úr miklum lagalegum flækjum áður en endanleg ákvörðun sé tekin.

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu.visir/valli
„Ég held að á meðan samstarfið er í gangi þá hreyfi menn sig ekki í þessu máli. Þetta hleypur ekkert frá Norðmönnunum og þeir eru ekki hættir við en þessi dagur, 4. desember, hefur enga sérstaka þýðingu í málinu í sjálfu sér,“ segir Bragi.

Fram kom í fréttum í gær að flutningi Eyjólfs hefði verið frestað. Bragi segir það ekki formlega rétt. „Hins vegar má ætla að það eina sem er til í því sé að Norðmenn eru ekki búnir að leggja fram kröfu hjá sýslumanni um að taka barnið fyrir þann fjórða.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×