Innlent

Eyjamenn undirbúa sprengingu í fjölda eldri borgara

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vestmannaeyingar ætla ekki að láta yfirvofandi sprengingu í fjölda eldri borgara koma sér í opna skjöldu.
Vestmannaeyingar ætla ekki að láta yfirvofandi sprengingu í fjölda eldri borgara koma sér í opna skjöldu. Mynd/Óskar
Eyjamenn búa sig nú undir að mæta spá Hagstofunnar um að Íslendingum eldri en 67 ára fjölgi um um fimmtíu prósent milli áranna 2013 og 2025.

Samkvæmt Hagstofunni voru 36 þúsund Íslendingar eldri en 67 ára í fyrra og gert er ráð fyrir að þeir verði 54 þúsund á árinu 2025. Fjölskylduráð Vestmannaeyja býst við að þróunin verði sú sama í Eyjum.

„Þessi breyting mun kalla á nýjar og framsæknar hugmyndir í öldrunarþjónustu og slíku mun fylgja verulegur kostnaður umfram það sem nú er,“ segir fjölskylduráðið, sem hefur skipað fimm manna hóp til að meta stöðuna og skila af sér niðurstöðum áður en árið er á enda.

„Hópurinn skal sérstaklega kortleggja aldurssamsetningu í Eyjum og leggja mat á líklega þróun. Þá skal mat lagt á núverandi þjónustustig og núverandi þörf. Að lokum skal leggja grunn að frekari stefnumótun og þróun þjónustu við eldri borgara um leið og mat verður lagt á kostnað við slíkt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×