Innlent

Eyjamenn fella niður fasteignaskatt hjá eldri borgurum og gefa börnum frítt í sund

Bæjarstjórn Vestmannaeyja ætlar að halda sínu striki og auðvelda öldruðum að búa áfram í eigin húsnæði, með því að að fella niður fasteignaskatt á eignum þeirra, þrátt fyrir andmæli viðkomandi ráðuneytis.

Þetta var ákveðið á fundi í gærkvöldi þar sem jákvæður ársreikningur fyrir síðasta ár var kynntur. Jafnframt var ákveðið að auka niðurgreiðslur til dagmæðra verulega sem og vistunargjöld í frístundaveri og að frítt verði í sund fyrir börn, búsett í Eyjum, til 18 ára aldurs.

Í tilkynningu frá bæjarstjórn segir að skuldir á hvern íbúa séu komnar niður í 215 þúsund krónur og að bærinn verði nánast skuldlaus innan fárra ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×