Sport

Eygló tvöfaldur Íslandsmeistari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eygló Ósk
Eygló Ósk vísir/getty
Eygló Ósk Gústafsdóttir vann sín önnur gullverðlaun á Íslandsmótinu í sundi í Laugardalslaug í dag þegar hún sigraði 100m baksundi.

Eygló kom í mark á 1:02,45 mín. og var fimm sekúndum á undna næstu keppendum. Eygló synti undir EM50 lágmarki en hún hafði nú þegar náð því fyrr á árinu. Eygló vann einnig 200m baksund í gær og náði einnig undur EM50 lágmarki í þeirri vegalengd.

Eitt Íslandsmet féll á mótinu í dag þegar karlasveit SH sigraði 4x100m fjórsund á 3:50,57 mínútum. Kolbeinn Hrafnkelsson, Anton Sveinn McKee, Predrag Milos og Aron Örn Stefánsson skipuðu sveit SH. Þeir bættu metið um rúmar fjórar sekúndur, en það fyrra var 3:55,08.

Anton Sveinn náði einnig í sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hann sigraði 50m bringusund á 28,87 sekúndum.

Kristinn Þórarinsson tók tvö gullverðlaun í dag í 100m baksundi og 200m fjórsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×