Sport

Eygló Ósk hás og hóstandi eftir sundið

Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Anton
Eygló Ósk Gústafsdóttir þurfti að hrista af sér smá veikindi þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum í annað skiptið á Ólympíuleikunum í Ríó.

„Ég var stressuð fyrir þetta sund því ég er búin að eiga svolítið leiðinlega viku. Síðasta vikan hefur verið svolítið erfið," sagði Eygló. Hún náði tólfta besta tímanum í undanrásum og virðist eiga meira inni.

Hún mætti hinsvegar hás og hóstandi í viðtöl við blaðamann en virtist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því.

„Ég er búin að vera með eitthvað í hálsinum en ég er ekki búin að vera veik. Ég er ekki búin að vera með hausverk eða eitthvað svoleiðis en leiðinda hósta og eitthvað svona," sagði Eygló.

Eygló Ósk lofaði því að hugsa vel um sig fram að undanúrslitasundinu. Það fer fram klukkan 22.35 í kvöld eða klukkan 1.35 að íslenskum tíma.

Eygló Ósk fær því sjö og hálfan klukkutíma til að safna kröftum og undirbúa sig fyrir sitt annað undanúrslitasund á Ólympíuleikunum í Ríó.


Tengdar fréttir

Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×