Sport

Eyddi 3 milljónum í veitingar en gaf ekkert þjórfé

Floyd Mayweather.
Floyd Mayweather.
Það virðist vera í tísku hjá moldríkum íþróttamönnum að gefa sem minnst þjórfé þessa dagana. Ríkasti íþróttamaður heims, Floyd Mayweather, sleppti því um helgina er hann fagnaði því að hafa lamið Marcos Maidana.

Vísir greindi frá því á dögunum að LeSean McCoy, hlaupari Philadelphia Eagles, hefði gefið 24 krónur í þjórfé á hamborgarastað en það er þó 24 krónum meira en Mayweather gaf þjónustustúlkum í Las Vegas.

Mayweather rakaði inn tæpum fjórum milljörðum króna á bardaganum gegn Maidana og það var því heldur betur tilefni til þess að skála.

Það var líka gert. Mayweather fór ásamt 100 manna fylgdarliðið út að skemmta sér þar sem kampavínð rann í stríðum straumum.

Einnig var mikið borðað en Mayweather pantaði meðal annars 200 kjúklingavængi, þrjár grágæsir og ávexti. Heildarreikningur kvöldsins var upp á rétt rúmar 3 milljónir króna.

Þjónustustúlkan, sem sá um Mayweather, trúði ekki sínum eigin augum er Mayweather greiddi reikninginn upp á dollar og gaf henni ekki einu sinni nokkur sent fyrir sína vinnu.

Box

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×