Viðskipti innlent

Exton kaupir Skemmtilegt

Haraldur Guðmundsson skrifar
Uppsetning á kerfi Exton.
Uppsetning á kerfi Exton.
Exton ehf. hefur fest kaup á Skemmtilegt ehf. sem er sérhæft þjónustufyrirtæki í útleigu tjalda og fylgibúnaðar fyrir ýmsa viðburði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Exton.

„Með kaupum Exton á Skemmtilegt getur sameinað fyrirtæki nú boðið upp á heildarlausnir þegar kemur að stórviðburðum á borð við brúðkaup, stórafmæli, ættarmót, steggja- eða gæsapartý, fermingar, útskriftir eða hvern þann viðburð sem kallar á veislu með réttum útbúnaði,“ segir í tilkynningunni.

Exton var stofnað árið 1992. Árið 2016 bættust bræðurnir Rikharð og Sigurjón Sigurðssynir við hluthafahópinn sem meirihlutaeigendur. Í tilkynningunni kemur fram að Exton sér um leigu og uppsetningu á búnaði meðal annars vegna tónleika Rammstein og Red Hot Chili Peppers. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×