ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 21:15

Renault kynnir nýjan bíl

SPORT

Exeter mokgrćđir á viđureignunum gegn Liverpool

 
Enski boltinn
09:00 10. JANÚAR 2016
Leikmenn Exeter ţakka fyrir stuđninginn í gćr.
Leikmenn Exeter ţakka fyrir stuđninginn í gćr.
Anton Ingi Leifsson skrifar

2-2 jafntefli Exeter City gegn Liverpool í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar gæti reynst Exeter mjög vel því félagið gæti þénað um eina milljón punda á leikjunum tveimur gegn enska stórliðinu.

Leiknum á föstudag var sjónvarpað og 8.300 mans troðfylltu St. James Park og er talað um að innkoma félagsins á þeim hafi verið í kringum 250 þúsund pund.

Félagið er í eigu stuðningsmanna og er talið að ágóði Exeter af síðari leiknum gæti farið upp í 700 þúsund pund og samanlagt því tæplega eina milljón punda.

„Við vitum ekki tölurnar núna, en þær verða rosalegar. Ég myndi halda að við höfum grætt um 250 þúsund pund eða vonandi meira. Við lögðum mikið á okkur til þess að selja eins mikið og við gátum til þess að gera kvöldið eins og það var,” sagði Julian Tagg, formaður Exeter, um fyrri leik liðanna.

Exeter komst tvisvar yfir gegn ungu liði Liverpool, en Brad Smith jafnaði metin stundarfjórðungi fyrir leikslok. Gjaldkeri Exeter hefur líklega fagnað því - því ágóðinn af síðari leiknum verður mjög mikill. Exeter fær hluta af miðasölu og fleiri peninga í kassann.

Síðast þegar Exeter komst í þriðju umferðina mættu þeir Manchester United á Old Trafford og náðu í 0-0 jafntefli áður en þeir töpuðu 3-0 á heimavelli. Þá náðu þeir að greiða allar sínar skuldir og byggðu upp lið sem komst upp í ensku C-deildina.

„Ég er fótboltaþjálfari og vill vinna leiki. Ég veit að allir eru að tala um Anfield, en við vorum marki yfir þegar fimmtán mínútur voru eftir,” sagði smá svekktur þjálfari Exeter, Paul Tisdale, í leikslok.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Exeter mokgrćđir á viđureignunum gegn Liverpool
Fara efst