Erlent

Evrópuþjóðir vísi rússneskum njósnurum úr landi

Gissur Sigurðsson skrifar
Theresa May telur að Evrópu stafi hætta af Pútín forseta og að sú hætta muni vara næstu árin.
Theresa May telur að Evrópu stafi hætta af Pútín forseta og að sú hætta muni vara næstu árin. vísir/getty
Theresa May forsætisráðherra Breta ætlar að fara fram á það við aðrar Evrópuþjóðir að þær vísi rússneskum sendiráðsstarfsmönnum, sem taldir eru vera njósnarar, úr landi líkt og Bretar gerðu á dögunum, með það að markmiði að eyðileggja það net njósnara sem Bretar segja að Pútín Rússlandsforseti hafi komið upp um alla Evrópu.

Þetta herma heimildir Guardian og bæta við að May muni útlista þá skoðun sína við kollega sína annarstaðar í álfunni að Evrópu stafi hætta af Pútín forseta og að sú hætta muni vara næstu árin. Bretar heiti því að standa við bakið á öðrum Evrópuþjóðum og Nató, til að stemma stigu við þeirri ógn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×