Erlent

Evrópuríki verða að taka á móti fleiri sýrlenskum flóttamönnum

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarastyrjöldin hefur staðið yfir frá því í mars 2011 og kostað fjölda mannslífa.
Borgarastyrjöldin hefur staðið yfir frá því í mars 2011 og kostað fjölda mannslífa. Vísir/AFP
Evrópuríki verða að aðstoða grannríki Sýrlands og taka á móti fleiri flóttamönnum. Þetta segir Melissa Fleming, talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, en þúsundir manna hafa flúið landið vegna borgarastyrjaldarinnar þar í landi sem staðið hefur yfir frá því í mars 2011.

Á vef Dagens Nyheter segir að rúmlega 123 þúsund sýrlenskir flóttamenn hafa sótt til Evrópu frá stríðsbyrjun og hafa Svíar og Þjóðverjar tekið á móti helmingi þeirra. „Í samanburði við að 2,9 milljónir flóttamanna hafa flúið til nágrannaríkja Sýrlands þá eru þessar tölur gríðarlega lágar,“ segir Fleming.

Talsmaðurinn biður Evrópumenn um að setja tölurnar í samhengi. „Í Evrópu búa 670 milljónir manna. Berið þá tölu saman við Líbanon þar sem búa 4,4 milljónir og þar sem landið hefur tekið á móti 1,1 milljón flóttafólks frá Sýrlandi.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×