Fótbolti

Evrópumeistararnir í góðri stöðu fyrir seinni leikinn | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema fagnar eftir að hafa jafnað metin.
Benzema fagnar eftir að hafa jafnað metin. vísir/getty
Real Madrid er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 3-1 sigri í fyrri leiknum á Santíago Bernabeu í kvöld.

Napoli byrjaði leikinn betur og komst yfir á 8. mínútu þegar Lorenzo Insigne skoraði skemmtilegt mark.

Karim Benzema jafnaði metin á 19. mínútu með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Dani Carvajal.

Staðan í hálfleik var 1-1 en Evrópumeistararnir skiptu um gír í upphafi seinni hálfleik og kláruðu þá leikinn.

Toni Kroos kom Real Madrid yfir á 49. mínútu með góðu skoti eftir sendingu Cristianos Ronaldo. Fimm mínútum síðar skoraði Brasilíumaðurinn Casemiro glæsilegt mark með skoti á lofti fyrir utan vítateig.

Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid fagnaði 3-1 sigri. Seinni leikurinn fer fram í Napoli 7. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×