Viðskipti erlent

Evrópsk fyrirtæki finna fyrir þvingunaraðgerðum

Randver Kári Randversson skrifar
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt. Vísir/AP
Þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gagnvart Rússum hafa ekki einungis áhrif á  þau rússnesku olíu- og fjármálafyrirtæki sem þær beinast helst að. Fyrirtæki víða um Evrópu finna einnig fyrir neikvæðum afleiðingum þeirra.

Hlutabréfavísitölur víða heim lækkuðu í vikunni, sem var ein sú lakasta á mörkuðum það sem af er árinu. Þá lækkuðu hlutabréf í bönkunum Societe General og Deutsche Bank , en báðir bankarnir hafa umtalsverða starfsemi í Rússlandi.

Þá hafa fyrirtækja í öðrum greinum en banka- og fjármálaþjónustu einnig fundið fyrir áhrifum þvingananna. Á vef BBC er sagt frá því að hlutabréf í þýska íþróttavörufyrirtækinu Adidas lækkuðu umtalsvert eftir að tilkynnt var um að fyrirtækið hygðist draga úr starfsemi sinni í Rússlandi. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen tilkynnti einnig að sala á bílum fyrirtækisins hafi dregist saman um saman um 8% í Rússlandi.

Tilkynnt var í vikunni að Pólverjar gerðu ráð fyrir 0,6% samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári vegna gagnaðgerða Rússa. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×