Golf

Evrópa í forystu þegar fjórboltinn er nánast hálfnaður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Justin Rose og Henrik Stensson eru óstöðvandi í morgunsárið.
Justin Rose og Henrik Stensson eru óstöðvandi í morgunsárið. vísir/getty
Evrópa er í góðum málum í fjórboltanum í Ryder-bikarnum sem hófst í morgun, en nú stendur yfir fyrri hluti fyrsta keppnisdags.

Þegar fjórboltinn er um það bil hálfnaður er Evrópa í forystu, en eins og staðan er núna myndi Evrópa fá tvo og hálfan vinning á móti einum og hálfum vinningi Bandaríkjanna.

Justin Rose og HenrikStenson eru fjóra yfir gegn BubbaWatson og Webb Simpson eftir tíu holur og nálgast þar fyrsta vinning keppninnar, og þá eru Thomas Björn og Martin Kaymer einum yfir gegn Rickie Fowler og Jimmy Walker eftir níu holur.

Jordan Spieth og Patrick Reed eru að gera það gott, en þeir eru þremur yfir gegn heimamanninum StephenGallacher og IanPoulter. Jafnt er í einvígi SergioGarcía og RoryMcIlroy og Bandaríkjamannanna KeeganBradleys og PhilsMickelsons.

Staðan núna:

Rose/Henson fjóra yfir gegn Watsons/Simpson

Björn/Kaymer einn yfir gegn Fowler/Walker

Gallacher/Poulter þrjá undir gegn Spieth/Reed

García/McIlroy jafnir gegn Bradley/Mickelson

Vinningar miðað við núverandi stöðu: Evrópa 2 og 1/2, Bandaríkin 1 og 1/2.

Útsending frá Ryder-bikarnum er hafin á Golfstöðinni, en allir þrír keppnisdagarnir verða í beinni útsendingu. Fáðu þér áskrift hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×