Viðskipti innlent

Evran tók dýfu í nótt

Sæunn Gísladóttir skrifar
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu.
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu.
Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal tók dýfu í nótt og náði 21 mánaða lægð. Þetta gerðist í kjölfar þess að ítalskir kjósendur höfnuðu umbótum á stjórnarskrá sinni í kosningum í gær.

Ítalski forsætisráðherrann Matteo Renzi mun segja af sér í kjölfar þesarar niðurstöðu.

Greiningaraðilar töldu áður en kosningarnar fóru fram að neikvæð niðurstaða þeirra myndi hafa í för með sér neikvæð áhrif á Evrópusambandið í heild sinni. Þeir sem voru svartsýnastir töldu að nú væri vegið að samstarfinu enn á ný eins og gerðist síðast þegar Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið þann 23. júní síðastliðinn.

Svo virðist sem markaðurinn hafi jafnað sig á sjokkinu, en í morgun hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hækkað á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×