Enski boltinn

Everton fyrst úrvalsdeildarliða til að láta kvennaliðið frumsýna nýjan búning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stelpurnar í Everton fagna marki á síðustu leiktíð.
Stelpurnar í Everton fagna marki á síðustu leiktíð. vísir/getty
Kvennalið Everton kynnti í gær nýjan útivallarbúning fyrir næsta tímabil. Það er ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að Everton er fyrsta liðið í úrvalsdeildinni sem lætur kvennaliðið frumsýna nýjan búning.

Kvennalið Everton spilar í úrvalsdeildinni í Englandi og voru þær Chloe Kelly, Megan Finnigan, Danielle Turner og Kirsty Lewell valdar til þess að kynna nýjan búning Everton.

Ákvörðunin var tekin eftir herferðina #whatlf á samfélagsmiðlum en herferðin var keyrð áfram á konum í fótbolta. Herferðin var afar öflug í maí.

„Ég er mjög ánægð með að taka þátt í þessari herferð. Að vera fyrsta liðið til að vera gefið þetta tækifæri er góð viðbrögð frá Everton,” sagði fyrirliði Everton, Danielle Turner.

„Þetta sýnir góð viðbrögð frá þeim til þess að bæta ímyndina á kvennafótbolta.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×