Enski boltinn

Everton fékk Samuel Eto'o frítt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto'o.
Samuel Eto'o. Vísir/Getty
Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o hefur skrifað undir tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Everton en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld.

Chelsea lét Samuel Eto'o fara eftir síðasta tímabil en kamerúnski framherjinn er nú orðinn 33 ára gamall.

Samuel Eto'o mun keppa um framherjastöðuna við Romelu Lukaku sem Everton keypti á 28 milljónir punda frá Chelsea í sumar.

„Ég hitti hann og við áttum gott spjall saman. Ég var hrifinn af því hversu hungraður hann er ennþá. Við erum mjög spennt hérna vegna komu Samuels og teljum að Everton sé fullkominn staður fyrir hann," sagði Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton við BBC.

Samningur Samuel Eto'o við Chelsea rann út í byrjun júlí en Liverpool valdi frekar að kaupa Mario Balotelli frá AC Milan í stað þess að semja við Eto'o.

Samuel Eto'o skoraði 9 mörk í 21 leik með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en þar áður lék hann með Anzhi í Rússlandi, Internazionale á ítalíu og Barcelona á Spáni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×