Enski boltinn

Evans hafnar kærunni | Niðurstaða liggur fyrir á morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jonny Evans, varnarmaður Manchester United, hafnar ákæru enska knattspyrnusambandsins sem sakar hann um að hafa hrækt á Papiss Cissé, leikmann Newcastle, í leik liðann í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið.

Báðir voru ákærðir fyrir að hrækja á hvorn annan og gekkst Cissé við kærunni í gær. Hann fékk sex leikja bann fyrir hrákann og einn aukaleik þar sem hann hafði áður verið úrskurðaður í bann á leiktíðinni.

Enska sambandið fer yfir málið í kvöld og liggur niðurstaða fyrir á morgun. Verði Evans fundinn sekur fer hann í sex leikja bann.

Sjálfur sagði Evans í yfirlýsingu á heimasíðu Manchester United í gær að hann skildi ekkert í kærunni. Hann hefði svo sannarlega ekki hrækt á eða að Cissé.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×