Lífið

Eurovísir: Páll Óskar tók einstaka útgáfu af Minn hinsti dans

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson tók órafmagnaða útgáfu af Eurovision-laginu sínu í hlaðvarpsþættinum Eurovísi sem birtur var hér á Vísi í vikunni. Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson kom og spilaði undir með Palla en þetta er í fyrsta sinn sem þeir taka lagið saman. Það er þó ekki að heyra á upptökunni.



Með Páli Óskari í þættinum var Jakob Frímann Magnýsson, stuðmaður og miðborgarstjóri, sem var kynnir í útsendingu Sjónvarpsins frá Eurovisionkeppninni 1997, þegar Páll Óskar keppti með eftirminnilegt atriði. Hann rifjaði upp gamla takta í þættinum og kynnti lagið inn.



Hægt er að hlusta á glæsilegan flutning Páls Óskars á laginu Minn hinsti dans í spilaranum hér fyrir neðan en þátturinn í heild sinni, þar sem Páll Óskar upplýsir meðal annars að laginu Allt fyrir ástina hafi verið hafnað í undankeppni Eurovision árið 2007, er hægt að hlusta á í spilaranum að ofan.

Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.



Tengdar fréttir

Páll Óskar í Eurovision 2016?

Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×