Lífið

Eurovision verður ekki í Ástralíu ef Dami Im vinnur keppnina

Birgir Olgeirsson skrifar
Dami Im frá Ástralíu.
Dami Im frá Ástralíu.
Fulltrúi Ástrala, Dami Im, hefur lokið flutningi á lagi sínu Sound of Silence í úrslitum Eurovision í Stokkhólmi í Svíþjóð. Er það mál manna að hún hafi gert það með miklum glæsibrag og þykir af sigurstrangleg, enda spá veðbankar henni öðru sæti keppninnar.

En hvað gerist ef Ástralía vinnur Eurovision? Landið tilheyrir ekki Evrópu en í reglum Eurovision er tekið fram að keppnina má aðeins halda í Evrópu. Fari því svo að Ástralar vinni keppnin verður hún ekki haldin í Eyjaálfu. Ástralska ríkissjónvarpinu verður úthlutaður samstarfsaðili í Evrópu og verður keppnin haldin í einhverju landi í Evrópu. Yrðu annað hvort Bretland eða Þýskaland líklegir áfangastaðir, þó ekkert sé ákveðið í þeim efnum.

Ástralía fékk þátttökurétt í Eurovision í fyrra í tilefni af því að sextíu ár voru frá því fyrsta keppnin var haldin og var ákveðið að bjóða þeim aftur í ár. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×