Lífið

Eurovision-stjarnan Emmelie De Forrest tekur þáttt í Gung-Ho

Guðný Hrönn skrifar
Emmelie De Forrest sigraði Eurovision árið 2013.
Emmelie De Forrest sigraði Eurovision árið 2013. NORDICPHOTOS/AFP
„Við erum að halda Gung-Ho næsta laugardag í Kaupmannahöfn þar sem 4.000 manns munu mæta og taka þátt í þessu skemmtilega hlaupi,“ segir Davíð Lúther Sigurðsson sem ætlar að halda Gung-Ho hindrunarhlaupið í Kaupmannahöfn á laugardaginn. Davíð reiknar með að margir Íslendingar verði í hópi keppenda.

„Fjölmargir Íslendingar munu taka þátt og svo mun Eurovision-drottning Dana, Emmelie De Forrest, mæta líka en hún fékk að prófa Gung-Ho í Southampton í sumar,“ útskýrir Davíð. Hann segir Emmelie hafa verið hrifna.

„Við finnum fyrir mikilli spennu hjá þátttakendum enda óvenjulegt hlaup og skemmtilegt. Útlit er fyrir góðu veðri um næstu helgi. En upphaflega átti hlaupið að fara fram um síðustu helgi en sem betur fer breyttum við því á síðustu stundu, en þá voru þrumur og eldingar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×