Innlent

Eurojackpot-vinningshafinn kominn fram

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir/Eurojackpot
Stálheppin hjón vitjuðu þrettán milljóna króna vinnings í Eurojackpot hjá Íslenskri getspá í dag. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að um sé að ræða yndisleg hjón á besta aldri. Þau voru með allar fimm aðaltölurnar réttar í lottóinu og hlutu þriðja vinning.

Í tilkynningunni segir að vinningshafarnir hafi haft það á orði að það væri virkilega ljúft að vitja vinningsins í Laugardalnum á þessum góða degi. Hjónin unnu í Eurojackpot drættinum síðastliðinn fimmtudag og má því með sanni segja að um jólaglaðning hafi verið að ræða.

Tölurnar sem gerðu vinningshafann þrettán skattfrjálsum milljónum ríkari eru 10, 11, 25, 32 og 49 en miðinn var keyptur í Hagkaup í Smáralind.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×