Lífið

Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“

Birgir Olgeirsson skrifar
Reynir segir Maríu geta verið stolta af sinni frammistöðu.
Reynir segir Maríu geta verið stolta af sinni frammistöðu. Vísir/EPA
„Þetta eru vonbrigði og ekkert gaman að verða vitni að þessu,“ segir Eurovision-sérfræðingurinn Reynir Þór Eggertsson í samtali við Vísi um niðurstöðuna í seinni undanriðlinum í Eurovision-keppninni.

María Ólafsdóttir varð þar ekki á meðal tíu fulltrúa sem komust upp úr undanriðlinum og í úrslitin sem verða á laugardag. Frá árinu 2008 hafði Ísland komist í öll úrslit keppninnar. „Það voru þarna 17 lög og sjö lög urðu eftir og það kom í okkar hlut í fyrsta skiptið síðan 2007. Hefðum við farið áfram hefðum við verið eina Norðurlandið sem hefur komist í öll úrslitin síðan 2008. Við erum búin að eiga mjög góðan sprett,“ segir Reynir.

Hann vonar að María taki þessari niðurstöðu ekki persónulega. „Ég vona að hún taki þessu ekki eins og þetta sé til hennar því hún stóð sig súpervel og er æðisleg söngkona,“ segir Reynir.

Hann segir það verða forvitnilegt að fylgjast með hvernig stigagjöfin fór þegar hún verður uppljóstruð á laugardag en þá kemur í ljós hvort lagið náði ekki í gegn hjá áhorfendum heima í stofu eða dómnefndinni, eða báðum þessum hópum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×